151. löggjafarþing — 34. fundur,  9. des. 2020.

félagsleg aðstoð og almannatryggingar .

361. mál
[15:55]
Horfa

forsætisráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég kem hér upp fyrst og fremst til að segja að mér finnst þetta mál sýna rétta forgangsröðun. Það er verið að koma til móts við þá sem höllustum fæti standa í hópi örorkulífeyrisþega og verja þannig fjármunum til þeirra sem mest þurfa á þeim að halda. Ég vil líka taka undir með hv. þm. Helgu Völu Helgadóttur, það er fagnaðarefni að hv. velferðarnefnd hafi tekið þetta mál jafn snöfurmannlega og raun ber vitni. Það skiptir máli og sýnir einbeittan vilja Alþingis til að koma til móts við þennan hóp. Þetta er gott mál og fagnaðarefni að það sé hér til afgreiðslu.