151. löggjafarþing — 34. fundur,  9. des. 2020.

um fundarstjórn.

[16:11]
Horfa

Smári McCarthy (P):

Herra forseti. Ég vona að forseti telji mig ekki hluta af einhverjum grenjandi minni hluta þó að ég taki undir gagnrýnina sem hefur komið hér fram um óþarfa gagnrýni á orðaval hv. þingmanna sem eru í ræðustól. Ég óska eftir því að þröskuldurinn fyrir slík inngrip verði kannski hækkaður örlítið. Ég tel alveg tilefni til þess. Við erum ekki öll svona viðkvæm hérna. Það er óþarfi að láta eins og svo sé.