151. löggjafarþing — 36. fundur,  11. des. 2020.

fjárlög 2021.

1. mál
[15:33]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegi forseti. Greiðslur til öryrkja hafa ekki fylgt launaþróun, kjaragliðnunin í gegnum árin er gífurleg. Mismununarþróun þessarar ríkisstjórnar er alveg stórfurðuleg. Að vísu fá þeir sem eru verst staddir 6% hækkun, þeir ná launaþróuninni. En það er bara hluti, stór hluti fær ekki þessa launaþróun. Hvers vegna í ósköpunum er verið að mismuna fólki svona? Af hverju getið þið ekki einu sinni gefið þessu fólki bara nákvæmlega það sem aðrir eru að fá í þessu þjóðfélagi? Í prósentum talið eru þetta mjög lágar upphæðir. Við eigum að fara eftir launaþróun og öryrkjar eiga rétt á því að fá greitt samkvæmt launaþróun, fá kjaragliðnunina leiðrétta, þó ekki væri nema brot af henni. En nei og aftur nei. Mismununarþróunin heldur áfram.