151. löggjafarþing — 36. fundur,  11. des. 2020.

fjárlög 2021.

1. mál
[15:36]
Horfa

Inga Sæland (Flf):

Virðulegi forseti. Enn á ný er Flokkur fólksins að berjast fyrir réttindum fátækra, aldraðra og öryrkja. Hér hefur meiri hlutinn lagt til 2.100 millj. kr. fjárveitingar til að koma til móts við Covid að því leyti til að öldruðum hefur fækkað heilmikið á vinnumarkaði sem ætti þá að undirstrika að kannski væri ráð að afnema skerðingar á launatekjur þeirra. En það sem Flokkur fólksins er að gera er að fara fram á það að hér sem fyrr verði það launaþróunin í landinu sem gildi um þennan þjóðfélagshóp eins og alla aðra. Flokkur fólksins berst gegn mismunun, ekki síður en fátækt. Ég hvet alla til þess að leyfa gamla fólkinu okkar að njóta vafans.