151. löggjafarþing — 36. fundur,  11. des. 2020.

fjárlög 2021.

1. mál
[15:45]
Horfa

Inga Sæland (Flf):

Virðulegi forseti. Hér erum við, Flokkur fólksins, að leggja fram breytingartillögu varðandi bætur til aldraðra samkvæmt lögum um félagslega aðstoð. Lög um félagslega aðstoð eru sett með tilliti til laga um almannatryggingar. Bæturnar eiga því að fylgja almennri launaþróun. Meiri hlutinn hefur ekki gert neinar tillögur að breytingum varðandi þennan lið. Fjórði minni hluti, við í Flokki fólksins, leggur til hækkun í þessum réttindaflokki og málefnasviði til samræmis við þróun launavísitölu. Hækkunin nemur hvorki meira né minna en 275 millj. kr. Hafið þið nokkurn tímann heyrt annað eins? Þetta eru pínulitlar krónur sem gera í rauninni gæfumuninn fyrir þá örfáu sem hæstv. fjármálaráðherra segir að eigi um sárt að binda hvað þetta varðar. Þetta eru litlar tölur sem skipta miklu máli, hver einasta króna. Ég segi nú bara, svo að hægt væri að segja eitthvað jákvætt um þær breytingartillögur sem við, hvert á fætur öðru, leggjum fram hér og allar eru góðar, að það væri voðalega fallegt ef þau gætu gefið þessu fólki (Forseti hringir.) þó ekki væri nema þetta í jólagjöf.