151. löggjafarþing — 37. fundur,  14. des. 2020.

kynrænt sjálfræði.

20. mál
[16:01]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni. Ég hef bara eina stutta spurningu varðandi kostnaðargreiningu. Ég fann það ekki svona við fyrstu sýn hvaða áhrif þetta hefur á Þjóðskrá Íslands og hvaða kostnaður fylgir. Eins og hv. þingmaður nefndi er heimilt að breyta oftar en einu sinni. Er það þá rétt skilið að það séu engin takmörk á því? Er hægt að breyta þessu eins og maður vill? Ef hv. þingmaður gæti farið yfir þann kostnaðarþátt, hvort það þurfi sem dæmi að fylgja auknar fjárveitingar til Þjóðskrár Íslands.