151. löggjafarþing — 37. fundur,  14. des. 2020.

kynrænt sjálfræði.

20. mál
[16:04]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni. Bara svona vangaveltur, ef það er heimilt að breyta þessu þegar einstaklingur er orðinn 15 ára oftar en einu sinni, oftar en tvisvar, oftar en þrisvar, getur þetta ekki haft einhver áhrif í skólakerfinu? Hvernig gengur það fyrir sig? Þetta eru bara vangaveltur. Er eitthvað búið að ræða þetta innan nefndarinnar? Ég var aðeins að kíkja á umsagnirnar en sá ekki neina umsögn sem tengdist beint menntakerfinu. Ef hv. þingmaður gæti aðeins farið yfir það hvernig þetta blasir við ef skyndilega eru miklar breytingar á kynskráningu í einhverjum bekkjum og í grunnskólum o.s.frv.