151. löggjafarþing — 37. fundur,  14. des. 2020.

kynrænt sjálfræði.

22. mál
[19:37]
Horfa

Brynjar Níelsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Þá er þetta mál mjög mikið tímamótamál vegna þess að það er verið að taka einhvern einn galla eða kvilla og hafa sérlöggjöf um hann en ekki aðra. Ég heyrði hv. þm. Guðmund Andra Thorsson tala um það að við værum eins og við værum. Sannarlegum erum við eins og við erum en það getur haft veruleg áhrif á okkur ef við erum með líffræðilegan galla sem hægt er að laga og við lögum hann ekki. Þá eru menn væntanlega að segja að það sé í lagi hvað þennan galla varðar eða þennan kvilla en ekki aðra, sem er svolítið stílbrot. Ég spyr þá: Hvers vegna er það? Er þetta einhver pólitík sem getur haft veruleg áhrif á velferð barna? Erum við þá að skaða börnin með þessu, kannski fjölmörg börn, ef þessi galli eða kvilli er ekki lagaður? Er það virkilega tilgangur frumvarpsins vegna þess að við erum að láta undan einhverjum pólitískum þrýstingi um aðra hluti tengda þessu? Hvaða skoðun hefur hv. þingmaður á því?