151. löggjafarþing — 37. fundur,  14. des. 2020.

skráning einstaklinga.

207. mál
[21:00]
Horfa

Frsm. allsh.- og menntmn. (Silja Dögg Gunnarsdóttir) (F) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þm. Birgi Þórarinssyni andsvarið. Hann velti fyrir sér hvort kona sem fæðir barn og gefur það til ættleiðingar ætti ekki að eiga rétt á fæðingarorlofi. Í fyrsta lagi vil ég náttúrlega segja að um allt annað mál er að ræða. Ég skil samt tenginguna hjá hv. þingmanni og hvers vegna hann ber þetta upp. Ég vil þá svara því þannig að nú eru lög um fæðingarorlof í endurskoðun og ég geri þá ráð fyrir því að þetta sé hluti af þeirri yfirferð.