151. löggjafarþing — 38. fundur,  15. des. 2020.

kynrænt sjálfræði.

20. mál
[14:10]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Hér er um gott mál að ræða. Ég hefði viljað hafa það víðtækara. Ég hefði viljað hafa það þannig að það gripi öll börn, sama við hvaða aðstæður þau byggju. Þarna eru þrjú mál og að því skuli ekki hafa verið komið inn í þetta mál að hætta ætti að umskera drengi af trúarlegum ástæðum, finnst mér alveg fáránlegt og okkur til háborinnar skammar. En ég styð þetta mál. Þetta er alla vega skref í rétta átt.