151. löggjafarþing — 38. fundur,  15. des. 2020.

breyting á ýmsum lögum vegna laga um kynrænt sjálfræði.

21. mál
[14:18]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Þegar ég sá þetta frumvarp fyrst þá komu mér í huga orð predikarans þegar hann segir að allt sé hégómi og ekkert sé nýtt undir sólinni. Að rífa niður hefur sinn tíma. Eitt er víst að ekkert kemur manni lengur á óvart frá ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna. Maður spyr sig, herra forseti: Hvað verður það næst? Já, næst. Næst verður það væntanlega frumvarp frá Sjálfstæðisflokknum, sem eitt sinn var íhaldsflokkur, um að breyta fallegasta orði íslenskrar tungu, ljósmóðir, í ljósmanneskja.