151. löggjafarþing — 38. fundur,  15. des. 2020.

breyting á ýmsum lögum vegna laga um kynrænt sjálfræði.

21. mál
[14:19]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ég mátti til með að koma hérna upp og staðhæfa að hér er ekki verið að fórna orðinu móðir. Orðið mun áfram vera í okkar tungutaki og það mun áfram vera tiltækt til notkunar eins og ég hef notað það í þessari ræðu, móðir. Það er enn til staðar. Þetta er ákveðin praktísk breyting sem felst í því að við erum að heimila fólki að breyta kynskráningu sinni. Það breytir því ekki að manneskja sem áður var kona og nú er maður, mun geta gengið með barn og fætt það. Utan um það ná ekki ákveðin ákvæði hegningarlaga og ef við viljum að ákvæði hegningarlaga nái jafnt um alla á Íslandi þurfum við að breyta þessu svona. Þetta er einfaldlega praktískt úrlausnarefni. Þetta er engin atlaga að okkar tungumáli og mæður verða hérna áfram. (Gripið fram í.)