151. löggjafarþing — 38. fundur,  15. des. 2020.

kynrænt sjálfræði.

22. mál
[14:34]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég er ótrúlega þakklát fyrir þá miklu samstöðu sem er hér í dag með þessu máli. Þetta skiptir mjög miklu máli. Þetta eru grundvallarmannréttindi er varða börn. Ég er þakklát að það skuli bara vera agnarsmár hópur íhaldskarla sem finnur sig knúinn til að mæla gegn þessu mikilvæga máli. Mér finnst við einhvern veginn verða öll stærri við það að geta komið hingað og rætt þetta og verið samstiga um þessa miklu réttarbót fyrir þennan hóp af því að þetta er mannréttindamál. Þeir sem tala gegn því eru frekar í merkimiðamálum en mannréttindamálum. Til hamingju.