151. löggjafarþing — 38. fundur,  15. des. 2020.

bætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum.

211. mál
[14:53]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Hér erum við að greiða atkvæði um sanngirnisbætur. Hér erum við að greiða atkvæði um mistök fortíðar. Við náum ekki utan um alla, því er nú verr og miður, en þetta er alla vega eitt skref í einu. En látum þetta okkur að kenningu verða í eitt skipti fyrir öll. Öryrkjabandalagið gerði kröfu um það og það átti að vera komið inn frumvarp 13. desember um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um málefni fatlaðra. Eigum við ekki að drífa í að ganga frá því máli þannig að við þurfum ekki að standa í þessum sporum í framtíðinni?