151. löggjafarþing — 38. fundur,  15. des. 2020.

viðspyrnustyrkir.

334. mál
[15:16]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Hér er á ferðinni ágætismál sem við í Samfylkingunni styðjum. Við styðjum breytingartillögur meiri hlutans og breytingartillögur 1. minni hluta. Við væntum þess að hv. þingmenn muni líka styðja breytingartillögur okkar í Samfylkingunni sem lúta að því að þeir sem fá ríkisstyrk til viðspyrnu á árinu 2021 stundi ekki svik eða launaþjófnað á vinnumarkaði, að þeir viðurkenni og taki ákveðin skref og geri áætlanir í loftslagsmálum, taki græn skref. Við viljum að vinnumarkaðurinn verði heilbrigður og að hann verði grænn. Við höfum áður lagt fram tillögur um að fyrirtæki sem eiga virk tengsl við skattaskjól fái ekki styrk frá skattgreiðendum og við gerum tillögu um það hér líka.