151. löggjafarþing — 38. fundur,  15. des. 2020.

viðspyrnustyrkir.

334. mál
[15:20]
Horfa

Smári McCarthy (P) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Þetta mál hefur fengið að þroskast ágætlega í meðförum efnahags- og viðskiptanefndar og er að mörgu leyti ágætt. Það á eftir að koma í ljós nákvæmlega hversu vel þetta skilar sér. En vonin er sú að þetta muni vera til happs. Þó stendur eftir sú gagnrýni sem ég kom með í upphafi á þetta frumvarp að hér er enn eitt þrepafallið, enn ein aðgerðin sem útilokar fólk sem er rétt undir ákveðnum mörkum. Sú gagnrýni á enn þá rétt á sér. Þannig að þó svo að ég fagni því að þetta frumvarp sé orðið þetta ágætt er enn þá ástæða til að hætta að vera með svona þrepareglur í lögum.