151. löggjafarþing — 38. fundur,  15. des. 2020.

viðspyrnustyrkir.

334. mál
[15:29]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Í a-lið breytingartillögunnar er viðmið fyrir laun 3 milljónir á mánuði. Þetta er sama viðmið og sett er fyrir framlengingu hlutabótaleiðarinnar. Breytingartillagan á að verða til þess að undirstrika að viðspyrnustyrkirnir séu ekki ætlaðir vel stöndugum fyrirtækjum, jafnvel þó að þau hafi orðið fyrir tekjufalli.

Í b-lið er tillaga um að fyrirtækin skili losunarbókhaldi samkvæmt viðurkenndri aðferðafræði fyrir árið 2019 og geri síðan áætlanir um það hvernig losun á að vera næstu fimm árin. Þetta er mjög einföld leið og aðgengileg. Fyrirtækin taka stöðuna, sjá hvað spor þeirra er stórt og gera síðan áætlanir um að minnka það næstu fimm árin.