151. löggjafarþing — 38. fundur,  15. des. 2020.

viðspyrnustyrkir.

334. mál
[15:32]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V):

Herra forseti. Í a- og b-lið tillögunnar er gert ráð fyrir því að gera breytingar á tekjufallsviðmiðunum eins og þar segir: Hafa annars vegar 45–75% í staðinn fyrir 60–80% og hins vegar 75% í staðinn fyrir 80%. Þetta er enn af sama meiði. Þetta er allt saman ætlað til þess að tryggja að fleiri fyrirtæki fái þennan nauðsynlega stuðning. Það er sama sagan að allir þeir sem hafa komið að þessu máli telja að skilyrðin um tekjufallið séu allt of ströng og hér er gerð tilraun til að færa það til betri vegar þannig að fleiri fyrirtæki séu líkleg til þess að komast á fætur með tilstilli þessara ágætu viðspyrnustyrkja.