bætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum.
Herra forseti. Eins og þingheimi er kunnugt á mál þetta rætur að rekja til umfjöllunar vistheimilanefndar sem hófst árið 2007. Þetta tiltekna frumvarp snýst um sanngirnisbætur til fatlaðra sem dvöldu sem börn á stofnunum á vegum eða með leyfi hins opinbera og er liður í samfélagslegu uppgjöri okkar við þá einstaklinga. Með því að afgreiða frumvarpið hér í dag sýnum við í verki að við tökum það alvarlega sem hefur komið fram, bæði í umræðum og skýrslum vistheimilanefndar, um að víða var pottur brotinn í aðbúnaði, umönnun og velferð fatlaðra barna sem voru vistuð á stofnunum á árum áður.
Þetta frumvarp, sem vonandi verður að lögum í dag, er mjög mikilvægur áfangi í því samfélagslega uppgjöri. Ég vil nota tækifærið og þakka hv. allsherjar- og menntamálanefnd fyrir að hafa unnið hratt og vel að málinu.