151. löggjafarþing — 39. fundur, 16. des. 2020.
bætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum.
211. mál
Herra forseti. Ég samþykki þetta frumvarp með mikilli ánægju og tek undir það sem hæstv. forsætisráðherra sagði, að hér sé um samfélagslegt uppgjör að ræða og að við tökum þessi málefni alvarlega. Ég get fyllilega tekið undir þau orð en vil bara minna á það enn og aftur að ýmislegt er eftir, t.d. börn sem vistuð voru á vegum opinberra aðila á einkaheimilum. Ég vil minna þingheim á það. Þessu er ekki lokið.