151. löggjafarþing — 39. fundur,  16. des. 2020.

jöfn staða og jafn réttur kynjanna.

14. mál
[15:48]
Horfa

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Hér munum við samþykkja ný heildarlög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna sem og heildarlög hér á eftir um stjórnsýslu jafnréttismála. Umsagnaraðilar voru almennt ánægðir með útvíkkun þeirra svo þau taki til fólks með hlutlausa kynskráningu. Einnig er kveðið á um fjölþætta mismunun, sem er nýmæli. Búinn er til breiður vettvangur í stað gamla Jafnréttisráðs, sem ber þó sama heiti, þar sem fjölmargir aðilar koma saman til ráðgjafar varðandi þessi mál gagnvart forsætisráðherra í faglegri stefnumótun í málum er tengjast jafnrétti kynjanna.

Þessi mál eru í hópi fjölmargra jafnréttismála sem forsætisráðherra hefur lagt fyrir þingið og munu verða samþykkt í dag og hafa verið samþykkt. Öllum slíkum málum ber að fagna.