151. löggjafarþing — 39. fundur,  16. des. 2020.

jöfn staða og jafn réttur kynjanna.

14. mál
[15:49]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Þingflokkur Pírata styður þetta mikilvæga mál. Ég vil hins vegar koma því á framfæri að á hakanum sitja samt sem áður ákveðnir hópar sem fengu það loforð í þessum sal að þeir stæðu jafnfætis öðrum þegar kæmi að vernd réttinda þeirra gagnvart mismunun, þ.e. banni á mismunun gagnvart fólki á grundvelli fötlunar og á grundvelli kynhneigðar. Þau njóta ekki sömu sterku lagalegu verndar og þeir hópar sem blessunarlega er nú verið að styrkja stöðu hjá. Ég vil því hvetja ríkisstjórnina til dáða í því að ljúka því verki fyrir lok þessa kjörtímabils. Það var búið að lofa því og það á að standa við gefin loforð.