151. löggjafarþing — 39. fundur,  16. des. 2020.

tekjuskattur og staðgreiðsla skatts á fjármagnstekjur .

374. mál
[16:18]
Horfa

Brynjar Níelsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Öfugt við fjármálaráð og hæstv. fjármálaráðherra kom mér ekki á óvart að Samfylkingin ein væri á móti þessu. Þar byrjar sama ræðan og maður heyrir alltaf þegar lækka á skatta: Þetta er bara fyrir ríka fólkið. Eins og fram kom hjá hæstv. fjármálaráðherra er þetta mál fyrir allan almenning í landinu, frítekjumark upp á 300.000 kr. Þetta er megnið af öllum almenningi í landinu. Það er ótrúlegt að heyra í fólki sem hefur allt í einu áhyggjur af ríkissjóði, sem er búið að vera hér með yfirboð í fjárlagaumræðunni upp á hundruð milljarða. Það kemur 1 milljarður núna og þá koma allt í einu upp áhyggjur af ríkissjóði. Það er ekki trúverðugur málflutningur. Frítekjumarkið er mál fyrir allan almenning. Við erum enn að borga fjármagnstekjuskatt af tekjum sem eru ekki raunverulegar heldur bara verðbætur og það er ekki sanngjarn skattur.