151. löggjafarþing — 39. fundur,  16. des. 2020.

búvörulög.

376. mál
[18:15]
Horfa

Frsm. minni hluta atvinnuvn. (Sigurður Páll Jónsson) (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir þetta andsvar. Nú liggur bara fyrir að það eru til staðar alvarlegir efnahagslegir erfiðleikar, í raun fordæmalaus staða. Það er ekki eingöngu afstaða íslenskra stjórnvalda heldur liggur sú afstaða fyrir í fjölmörgum yfirlýsingum framkvæmdastjórnar ESB. Í raun hefur ESB gripið til sérstakra aðgerða til stuðnings bændum og ég fór yfir það áðan, m.a. undanþágur frá samkeppnislögum. Eins og ég sagði í fyrra andsvari mínu erum við að fást við fordæmalausar aðstæður og við erum að leggja til fordæmalausar aðferðir í tillögum okkar í Miðflokknum. Við erum ekki að tala um að segja upp tollasamningum eða slíkt. Við erum að leggja til að fresta útboðum tímabundið (Forseti hringir.) þar til aðstæður lagast.