151. löggjafarþing — 40. fundur,  17. des. 2020.

búvörulög.

376. mál
[11:52]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M):

Hæstv. forseti. Við í Miðflokknum munum greiða atkvæði með þessari tillögu, en ég vil árétta það að við erum að greiða hér atkvæði og fjalla um mál þar sem er bráðavandi í birgðastöðu í landbúnaði. Þessi leið ein og sér leysir ekki þann bráðavanda. Hún er „hér er peningur og þegiðu svo“. Ég myndi kannski þiggja það ef ég væri í þessari stöðu en það myndi ekki leysa vandamálið sem uppi er. Við stöndum frammi fyrir bráðavanda sem við þurfum að leysa og tillaga Miðflokksins er rétt leið í þá átt.