151. löggjafarþing — 40. fundur,  17. des. 2020.

staðan í sóttvarnaaðgerðum.

[13:32]
Horfa

Anna Kolbrún Árnadóttir (M):

Hæstv. forseti. Upplýsingafundur almannavarna í dag kallar á frekari spurningar þar sem færri skammtar af bóluefni munu berast. Ég hef af þessu þungar áhyggjur. Ég hef áhyggjur af því hvað felst í orðum sóttvarnalæknis um að við þurfum að búa við áframhaldandi takmarkanir. Mér sýnist öll önnur ríki Evrópu halda sínu plani en við fáum að vita það í dag að okkar líf geti orðið eðlilegt hér fyrst upp úr miðju næsta ári. Ég velti fyrir mér hvort ástæða sé til að kalla til fundar í velferðarnefnd, nú ef ekki, þá að fá ítarlegt minnisblað frá ráðherra sem skýrir þetta mál til fulls.