151. löggjafarþing — 40. fundur,  17. des. 2020.

fjármálaáætlun 2021--2025.

2. mál
[15:15]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Björn Leví Gunnarsson) (P) (andsvar):

Forseti. Ég er að tala um að giska á áhrif. Ég er ekki að vefengja það þegar fólk fær atvinnuleysisbætur og viðspyrnustyrki o.s.frv. — jú, réttara sagt viðspyrnustyrkina. Ég efast um að áhrifin af þeim séu metin. Við ætlum í viðspyrnu. Við ætlum að setja svona mikla fjármuni í það. Hvaða árangri mun það skila? Vonandi miklum. Það er giskið sem ég er að tala um. (WÞÞ: Get ég fengið þriðja andsvarið?) Það er ágiskunin sem ég er að tala um. Ég skil ekki af hverju þetta nær ekki í gegn. Gætum við náð sama eða betri árangri fyrir minni pening? Þetta er grundvallarspurning sem er ekki svarað. Þess vegna segi ég að þetta sé gisk.

(Forseti (ÞorS): Þriðja andsvar er ekki í boði en ég sé að hv. þingmaður er á mælendaskrá hér síðar og getur þá væntanlega komið sjónarmiðum sínum á framfæri.)