151. löggjafarþing — 40. fundur,  17. des. 2020.

jöfn staða og jafn réttur kynjanna.

14. mál
[20:50]
Horfa

forsætisráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg):

Herra forseti. Ég vil nýta tækifærið hér og fá að þakka hv. allsherjar- og menntamálanefnd fyrir vandaða vinnu við þetta frumvarp, sem leiðir til margháttaðra framfara á sviði jafnréttismála. Hér er um að ræða heildarendurskoðun á jafnréttislögum og eru mjög jákvæðar og góðar breytingar gerðar bæði í þessu frumvarpi og því sem hér fer á eftir, um stjórnsýslu jafnréttismála. Þannig að mig langar að nýta tækifærið og þakka þinginu fyrir, og fagna þeirri samstöðu sem ég sé birtast hér á atkvæðatöflunni sem sýnir að jafnrétti kynjanna er ekki neitt gæluverkefni, það er alvörumál sem við eigum alltaf að vera með í huga; í heimsfaraldri og öllum öðrum aðstæðum. Því að það er grundvallaratriði. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)