151. löggjafarþing — 42. fundur,  18. des. 2020.

horfur um afhendingu bóluefnis vegna Covid-19, munnleg skýrsla heilbrigðisráðherra. - Ein umræða.

[12:38]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg):

Virðulegur forseti. Eins og hv. þingmaður veit þá eru lyfjamál hluti af EES-samningnum, þannig að við erum hluti af þessu samhengi öllu saman. Auk þess styrkir það samningsstöðu okkar að vera samferða Evrópusambandinu. Það gefur augaleið. Það gefur augaleið að ríki eins og Ísland hefði staðið með allt öðrum hætti ef við hefðum sjálf staðið andspænis þessum lyfjafyrirtækjum. Við viljum ekki setja öll eggin í sömu körfuna og þess vegna standa yfir viðræður við öll þessi fyrirtæki, sem er líka gríðarlega mikilvægt. Það er líka mikilvægt að halda því til haga að Lyfjastofnun Evrópu og leyfi þar er forsenda þess að við, sem erum hluti af EES, fáum leyfi íslensku lyfjastofnunarinnar.