151. löggjafarþing — 42. fundur,  18. des. 2020.

greiðslur til íþróttafélaga vegna launakostnaðar og verktakagreiðslna á tímum kórónuveirufaraldurs .

362. mál
[13:33]
Horfa

Bergþór Ólason (M):

Virðulegur forseti. Ég verð að koma upp stuttlega og fagna þeim breytingum sem hv. velferðarnefnd gerði á málinu á milli 2. og 3. umr. Þó að þetta sé kannski ekki fullkomið er þetta komið mun nær því sem ég tel skynsamlegt hvað þessa þætti varðar. Ég vil kannski undirstrika að sú leið er algjörlega ófær að skilja á milli launamanna og verktaka í stuðningi við íþróttafélögin eins og upphaflega frumvarpið gerði ráð fyrir. Ég lýsi yfir ánægju með að sameiginlegur skilningur sé innan þingsins á þessu.

Ég ætla ekki að fara í tæknileg útfærsluatriði við 3. umr. en ítreka bara: Þetta er til mikilla bóta og ég þakka nefndinni fyrir.