151. löggjafarþing — 42. fundur,  18. des. 2020.

fæðingar- og foreldraorlof.

323. mál
[14:24]
Horfa

Anna Kolbrún Árnadóttir (M) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Við greiðum atkvæði um fæðingar- og foreldraorlof. Í grunninn er málið mjög gott og við fögnum lengingu í 12 mánuði. Við höfum þó allan tímann sagt að við viljum meiri sveigjanleika enda var það tónn flestra sem skiluðu inn umsögn um málið. Aðstæður fjölskyldna eru mismunandi hverju sinni, stundum fæðast t.d. fleiri en eitt barn. Við munum leggja til breytingartillögu við 8. gr. frumvarpsins sérstaklega sem kveður á um 12 mánuði til barnsins sem þýðir að foreldrar hafa rétt til þess að skipta þeim mánuðum á milli sín eins og þeir vilja. Við treystum foreldrum.