151. löggjafarþing — 42. fundur,  18. des. 2020.

fæðingar- og foreldraorlof.

323. mál
[14:27]
Horfa

Sara Elísa Þórðardóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Við greiðum atkvæði um frumvarp félags- og barnamálaráðherra um fæðingarorlofsrétt. Við Píratar erum með breytingartillögu sem er í stuttu máli fjórir, fjórir, fjórir skipting. Þar komum við með málamiðlunartillögu þar sem litið er til frelsis og mikilvægis þess að það sé sveigjanleiki fyrir fjölskylduna og sveigjanleiki fyrir einstaklinga. Aftur á móti gerum okkur grein fyrir því að við búum ekki í tómarúmi og erum að koma inn í aðstæður þar sem hallar á konur á vinnumarkaði. Við leggjum þessa málamiðlunartillögu til vegna þess að við búum ekki í fullkomnum heimi. Við myndum vilja tala fyrir fullkomnum sveigjanleika en þá myndi þurfa kröftuga efnahagshvata og meiri hlutinn hefur ekki séð ástæðu til þess að láta þá fylgja með í frumvarpinu. En ég hvet þingheim til að horfa á þessa ábyrgu afstöðu sem við leggjum til í breytingartillögum okkar við málið.