151. löggjafarþing — 42. fundur,  18. des. 2020.

fæðingar- og foreldraorlof.

323. mál
[14:29]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við greiðum atkvæði um mál sem er gríðarlega mikið jafnréttismál. Við erum að lengja fæðingarorlofið í 12 mánuði. Við erum að staðfesta sjálfstæðan rétt beggja foreldra til sex mánaða fæðingarorlofs og við erum að tryggja ýmsar aðrar réttarbætur. Þetta er sannarlega fagnaðarefni. Varðandi það sem kom fram áðan um ákvæði um nálgunarbann sem er í frumvarpinu er rétt að geta þess að meiri hlutinn hefur lagt fram breytingartillögu við ákvæðið um nálgunarbann. En til að freista þess að ná enn betri sátt í því máli er ég fyrir mitt leyti á því og legg til að málið verði kallað til nefndar á milli 2. og 3. umr. til að ræða það einn ganginn enn til að freista þess að ná sátt í því.