151. löggjafarþing — 42. fundur,  18. des. 2020.

fæðingar- og foreldraorlof.

323. mál
[14:37]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við megum ekki gleyma því að fæðingarorlofið snýst um málefni barnsins. Barnið er það sem skiptir máli. Í því samhengi verðum við að átta okkur á því að milli 60% og 70% foreldra sem spurðir voru, þar af meiri hlutinn konur, vill fá meira frelsi til að skipta tímanum á milli sín. Það sem mér finnst alvarlegast í þessu máli er ef einhver mun hætta við að eignast barn vegna þess að það ekki hægt fjárhagslega. Það lifir enginn á 83.000 kr. á mánuði í fæðingarorlofi. Það er okkur til háborinnar skammar að hafa upphæðina svona lága. Þess vegna vildi ég helst hafa 350.000 kr., en ég er búinn að setja inn 190.000 kr. lágmark og mér finnst það bara sjálfsagt og eðlilegt að enginn fái minna en það.