151. löggjafarþing — 42. fundur,  18. des. 2020.

fæðingar- og foreldraorlof.

323. mál
[14:53]
Horfa

Anna Kolbrún Árnadóttir (M) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Hv. þm. Silja Dögg Gunnarsdóttir valdi að ræða persónu mína í ræðu sinni um atkvæðagreiðslu um fæðingar- og foreldraorlof. Því er til að svara að það er einmitt sú reynsla sem þingmaðurinn taldi upp, og ég er þakklát fyrir, sem fær mig til að leggja fram þessa breytingartillögu vegna þess að við treystum foreldrum og munum gera það áfram. (SilG: Og tryggja jafnrétti?)