151. löggjafarþing — 42. fundur,  18. des. 2020.

fæðingar- og foreldraorlof.

323. mál
[14:55]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hv. þm. Sigríður Á. Andersen sagði að jafnréttismál væru bara einhverjar gamlar lummur. Ég hafna því algjörlega. Ég ætla bara að hafna þessum málflutningi og benda hv. þingmanni á það að landsframleiðsla er meiri á Íslandi af því að atvinnuþátttaka íslenskra kvenna er sú allra mesta í veröldinni. (Gripið fram í: Heyr, heyr.) Í öðru lagi höfum við stigið skref varðandi uppbyggingu leikskólastigsins sem önnur ríki öfunda okkur af. Ég hafna því alfarið að jafnréttismál séu gamlar lummur. Þetta er stór og merkilegur dagur.