151. löggjafarþing — 42. fundur,  18. des. 2020.

fæðingar- og foreldraorlof.

323. mál
[15:02]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Það er vissulega gott skref sem við erum að stíga í dag, að lengja fæðingarorlof. Ég tel að við séum að missa af stóru tækifæri ef við samþykkjum ekki tillögu hæstv. ráðherra um óbreytta skiptingu og ég vona að það verði gert. Hér hefur verið talað um forræðishyggju, hér hefur verið talað um hagsmuni barns og hér hefur verið talað um frelsi. Jafnréttisvegurinn hefur verið mjög langur og við eigum enn of langt í land. Við eigum ekki að missa af neinu tækifæri vegna þess að þegar allt kemur til alls eru hagsmunir barna best tryggðir með fullkomnu jafnrétti í samfélaginu. (IngS: Og brjóstamjólk.) Til lengri tíma mun þessi jafna ábyrgð okkar, karla og kvenna, skipta öllu máli ef við ætlum að ná því. Ég hvet því alla þingmenn til að samþykkja jafna skiptingu hér í dag.