151. löggjafarþing — 42. fundur,  18. des. 2020.

fæðingar- og foreldraorlof.

323. mál
[15:07]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Því ber að fagna að við erum að lengja fæðingarorlof. En þá fyrst verður val foreldra frjálst og óþvingað í því hvernig fólk kýs að skipta á milli sín fæðingarorlofinu þegar tækifæri til efnahagslegs sjálfstæðis eru jöfn, þegar búið er að ná jafnrétti og jafnstöðu á heimilinu, þegar búið er að ná jafnstöðu og jafnrétti á vinnumarkaði. Þá fyrst getum við talað um frjálst val. Þangað til það næst verður valið aldrei frjálst. Þangað til þurfum við að beita þeim úrræðum sem við getum til að tryggja að báðir foreldrar sinni skyldum sínum gagnvart barninu.