151. löggjafarþing — 42. fundur,  18. des. 2020.

fæðingar- og foreldraorlof.

323. mál
[15:18]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegur forseti. Ég greiði atkvæði með auknum sveigjanleika ásamt auknum efnahagslegum stuðningi við foreldra til að þeir geti tekið sveigjanlega ákvörðun. Atkvæðagreiðslum er þannig háttað hér að seinna í atkvæðagreiðslunni verða greidd atkvæði um efnahagslegan hluta tillögunnar. Ef honum er hafnað þá hafna ég líka þessari breytingartillögu og samþykki fimm, fimm, tveir breytingartillöguna eins og hún liggur fyrir í frumvarpinu. En af því að atkvæðagreiðslan er í þessa áttina greiði ég atkvæði með sveigjanleikanum. Ég vona að sjálfsögðu að fólk vilji í alvörunni jafnrétti og hugsi um velferð barnsins. Við greiðum þá að sjálfsögðu atkvæði með efnahagslegu hvötunum til að búa til það jafnrétti og þann grundvöll sem er lagður til málanna hér.