151. löggjafarþing — 42. fundur,  18. des. 2020.

fæðingar- og foreldraorlof.

323. mál
[15:19]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Ótrúlegt en satt þá greiði ég atkvæði gegn tillögunni, vegna þess að ég tel að atvinnulífið sérstaklega muni ekki veita foreldrum það frelsi sem við erum að tala um. Ef foreldrar eru ekki skyldaðir til að taka jafnt fæðingarorlof að jafnaði, með undantekningum, tel ég að það verði konurnar, mæðurnar, sem taki mestallan eða allan tímann og feðurnir eins lítinn og í boði er. Ég held að það verði áfram tilfellið. Þrátt fyrir hina dásamlegu ungu kynslóð og þrátt fyrir að þar séu femínistapör trúi ég því einfaldlega bara ekki að tímabært sé að veita þetta svigrúm. Að því sögðu tel ég efnahagslegu forsendurnar sem við munum greiða atkvæði um næst vera gríðarlegt lykilatriði sem hefði mátt eiga miklu stærri sess í umræðunni. Ég tel að það hefði verið fyrirferðarmeira en þetta atriði (Forseti hringir.) hefði umræðan fengið að njóta sín eins og hún átti að gera. En aftur er ég búinn með tímann, virðulegi forseti, og bíð fram að næstu atkvæðagreiðslu.