151. löggjafarþing — 42. fundur,  18. des. 2020.

fæðingar- og foreldraorlof.

323. mál
[15:24]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf):

Herra forseti. Já, auðvitað á að styðja við mæður á síðustu vikum meðgöngu. Hins vegar kom fram fyrir nefndinni að réttur þeirra er betri ef þær taka frekar veikindaorlof á síðustu fjóru vikunum af því að þá fá þær 100% af launum sínum en ekki 80% eins og er í fæðingarorlofi. Í samtali við þá sem komu fyrir nefndina, lækna og aðra, kom fram að mjög algengt er að læknar skrifi út einhvers konar vottorð til að verðandi mæður geti farið í orlof á þessum tíma. Jafnframt er tekið fram að fjárhagslega sé betra fyrir þær að fara í veikindaorlof fjórum vikum fyrir fæðingu í staðinn fyrir fæðingarorlof út af þessari skerðingu á tekjum. (ÞSÆ: Þær eiga ekki allar veikindaorlofsrétt.)