151. löggjafarþing — 42. fundur,  18. des. 2020.

fæðingar- og foreldraorlof.

323. mál
[15:29]
Horfa

Jón Gunnarsson (S):

Virðulegur forseti. Ég hefði vissulega kosið að frelsið væri meira fyrir foreldra til að taka ákvarðanir um hvernig þeir skipta þessu á milli sín. Ég vil ekki missa sjónar á þessum áfanga. Ég styð breytingartillögu meiri hlutans, þá málamiðlun sem í henni liggur, en vek þó athygli á því og minni á að í frumvarpinu er endurskoðunarákvæði. Ég held að mjög mikilvægt sé að við sem hér verðum þá sameinumst um að þetta verði lifandi plagg, að við verðum svolítið vakandi í þessum málaflokki og verðum viðbúin því að gera breytingar til að þróa þetta þannig að það komi sem best út fyrir foreldra og barn.

(Forseti (SJS): Þingmaðurinn segir?)

Hann segir já.