151. löggjafarþing — 42. fundur,  18. des. 2020.

fæðingar- og foreldraorlof.

323. mál
[15:31]
Horfa

Karl Gauti Hjaltason (M):

Herra forseti. Við höfum nú fellt tillögur í þá átt að gera þetta frjálst, tillögur Miðflokksins sem gengu út á að það yrði tólf, núll. Við höfum einnig fellt tillögur sem ganga skemur en það. Nú er enn ein tillagan sem gengur út á að foreldrar geti framselt sex vikur í stað eins mánaðar. Það er þó betra. Sex vikur er betra en fjórar vikur. Ég verð auðvitað að styðja þá tillögu þótt ég hefði viljað hafa þetta rýmra og mér finnst fremur lítið leggjast fyrir frelsismennina í Sjálfstæðisflokknum þegar þeir þurfa að bakka niður í sex vikur. En ég segi já.