151. löggjafarþing — 42. fundur,  18. des. 2020.

fæðingar- og foreldraorlof.

323. mál
[15:42]
Horfa

Bergþór Ólason (M):

Virðulegur forseti. Við frelsisdúfurnar í Miðflokknum tökum undir þá breytingartillögu sem hér liggur fyrir. Það er þó ekki vegna þess hversu góð mér þykir hún heldur er hún skömminni skárri en sú mikla forræðishyggja sem kom fram í frumvarpi hæstv. ráðherra þar sem frjáls skipting er einvörðungu á tveimur mánuðum af 12. Hér er þó verið að stíga skref í þá átt að þrír mánuðir af 12 verði til frjálsrar ráðstöfunar milli foreldra. Búið er að fella tillögu okkar í Miðflokknum um að foreldrar ráðstafi öllum 12 mánuðunum sín á milli með þeim hætti sem barninu hentar best. Jafnframt er búið að fella þá tillögu að skiptingin verði fjórir, fjórir, fjórir, þ.e. að frjáls ráðstöfun sé fjórir mánuðir af 12. Þá er þetta illskásti kosturinn. Þingmaðurinn segir já.