151. löggjafarþing — 42. fundur,  18. des. 2020.

fæðingar- og foreldraorlof.

323. mál
[15:43]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegur forseti. Þegar ákvörðunin er í viðjum efnahagslegs fangelsis — það má kannski orða það þannig — er ekki um raunverulegt val að ræða. Breytingartillögunni fylgja ekki þeir frelsisaukandi kostir sem væru nauðsynlegir til að hægt væri að nýta þann sveigjanleika þannig að hann virkaði bæði fyrir foreldra og börn, svo jafnrétti næðist. Af þeirri ástæðu segi ég nei við þessari tillögu. Það vantar þau nauðsynlegu atriði sem þarf til að sveigjanleikinn virki, sem þarf til að þetta sé jafnréttistillaga, svo þetta sé í raun og veru fyrir barnið og fjölskylduna. Þess vegna segi ég nei.