151. löggjafarþing — 42. fundur,  18. des. 2020.

fæðingar- og foreldraorlof.

323. mál
[15:46]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Ég er með meiri hlutanum á þessu. Þetta var bara samningur. Ef ég hefði ráðið hefði þetta allt verið frjálst, eins og foreldrar vilja. Fjórir, fjórir, fjórir, ég hélt að það yrði niðurstaðan, en þetta var endanleg niðurstaða, sjö og hálfur, fjórir og hálfur. Ég held við verðum bara að sætta okkur við það. Þess vegna segi ég já.