151. löggjafarþing — 42. fundur,  18. des. 2020.

fæðingar- og foreldraorlof.

323. mál
[15:48]
Horfa

Halla Signý Kristjánsdóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég kem hér í stólinn og ætla að segja já vegna þess að ég stend við það sem ég skrifaði undir. Það er líka bráðabirgðaákvæði í þessum breytingartillögum frá okkur og eftir tvö ár verður farið yfir það hvernig þetta hefur gengið og ég er sannfærð um að þetta á eftir að festast í sessi; jöfn skipting milli foreldra. En eftir tvö ár verðum við líka að farin að berjast fyrir 18 mánaða fæðingarorlofi. Þar verð ég alla vega.