151. löggjafarþing — 42. fundur,  18. des. 2020.

fæðingar- og foreldraorlof.

323. mál
[16:03]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf):

Herra forseti. Ég bið hv. þingmenn velvirðingar. Jólin koma þrátt fyrir að þetta sé svolítið tímafrekt. En hér erum við að fjalla um gólfið svokallaða, að tryggja það að þeir sem eru á lægstu laununum fái heildarfjárhæð launa sinna, að ekki sé farið neðar en lágmarkslaun í landinu, að greiðslan fari ekki niður fyrir 351.000, sem er talan um áramót, til að tryggja að við setjum ekki börn í þá hættu að búa við fátækt, að við reynum að verja þau sem hafa það verst.