151. löggjafarþing — 42. fundur,  18. des. 2020.

fæðingar- og foreldraorlof.

323. mál
[16:07]
Horfa

Hanna Katrín Friðriksson (V):

Herra forseti. Ég styð raunverulegt valfrelsi á borði, ekki eingöngu í orði. Þess vegna hef ég sett fram breytingartillögu sem, ef samþykkt yrði, væri mikilvægt spor í þá átt að stuðla að raunverulegu jafnrétti og raunverulegu valfrelsi foreldra við töku fæðingarorlofs. Tillagan er einföld og felur í sér að hámarksfjárhæð greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði verði hækkuð úr 600.000 kr. í 800.000 kr. Þar er miðað við meðaltal heildarlauna fullvinnandi karla. Það myndi bæta stöðu allra nýbakaðra foreldra, tryggja börnum aukna umgengni við báða foreldra, þetta myndi auka frelsi, þetta myndi tryggja frelsi, þetta hefði jákvæð áhrif á vinnumarkaðinn og myndi hjálpa til við hina margumræddu viðspyrnu.