151. löggjafarþing — 42. fundur,  18. des. 2020.

fjáraukalög 2020.

337. mál
[18:43]
Horfa

Inga Sæland (Flf):

Virðulegi forseti. Við greiðum hér atkvæði um að koma til móts við SÁÁ, enn einn jaðarsetta hópinn sem við hefðum átt að hafa í fanginu og gera mun betur við. Við ættum ekki að vera með mörg hundruð manns á biðlista eftir að komast í fyrstu hjálp. Í gegnum Covid-faraldurinn hafa þeir, eins og flestir aðrir, orðið af öllu sínu sjálfsaflafé. Meiri hluti fjárlaganefndar hefur reynt að gera eitthvað í málunum, en betur má ef duga skal. Þeir hafa óskað eftir yfir 400 millj. kr. stuðningi. Það er langt í land með það. Það er langt í land með að þeir nái endum saman og við greiðum fyrir þann umfram Covid-kostnað sem þeir hjá SÁÁ hafa orðið fyrir. Breytingartillagan felur í sér að við veitum þeim 100 millj. kr. styrk.

Ég segi já.